Ég er með Wrap around. Mig, persónulega líkar ekkert of vel við svona tremolo systemið veit ekki af hvverju en mér finnst alltaf eins og að sveifin sé lifandi og sé að beygja þetta í tíma og ótíma sem hún gerir auðvitað ekki. Þetta wrap around system er mjög sniðugt, eflaust ekki allir sem fýla þetta, en mér finnst þetta sniðug lausn. Þetta er einfaldlega brúin og stóllinn(ef ég fer rétt með nöfn) sett saman í eitt. Veit ekki hvernig er hægt að lýsa þessu betur en svo að þegar þú setur strengina í þá seturu þá öfugt á eða semsagt þannig að þeir fari í hina áttina og snýrð þeim svo til baka og leggur á stólinn. Frekar auðvelt og sniðugt tæki. Og ekki skemmir þetta fyrir að þetta er mun flottara finnst mér heldur en að hafa þetta í sitthvoru lagi. Gítarinn heldur tjúningu mjög vel og skemmir þetta ekkert í sambandi við það, vísu er ég með nýja strengi og það er alltaf eitthvað vesen þá en það er ekkert sem tíminn lagar ekki.
Stuttum orðum: Wraparound = Stóll+brú(enn og aftur er ég ekki viss um nöfn en þið fattið) Þæginlegt, heldur tjúningu, flott.
Má kannski nefna það að þú þarft að velja litinn vel, ég er með svona burstaðann gránn. Sá niðrí tónastöðinni voða plain svartan og finnst MÉR það ekki passa við svona gítara sem eru oft þekktir fyrir litina:)
Svo maður laumi kannski einni spurn hingað, ekki veistu hvernig og hvaða verð er á góðum pickupum í svona græju? þá helst Seymor?