Ég fýla það virkilega vel sko! Er reyndar ekki með svoleiðis lengur, allavega ekki á aðalgítarnum mínum. En ég fæ mér líklegast gítar með FR næst.
Það tekur þig kannski smá tíma að venja þig á þetta, málið er bara að í raun fikta sig áfram í þessu. Þetta er allt bara basic common sense í rauninni. Tekur þig langann tíma að skipta fyrst um strengi en svo ferðu að læra af mistökunum og verður alltaf fljótari og fljótari þangað til þetta tekur þig enga stund.
Gott FR getur haldið tune-i ótrúlega vel og lengi. Til dæmis fann félagi minn eldgamlan Ibanez gítar með FR sem pabbi hans átti. Gítarinn var búinn að vera þar í svona 7 ár ósnertur og ennþá í réttri stillingu! Þannig að það breytist ekkert þótt þú farir með gítarinn út í kuldann og aftur inn, hann helst í tune-i.
Mjög sniðugt að nota FR finnst mér ef þú ert að nota þetta eitthvað af viti. Samt sem áður þarf líka tíma til þess að læra inn á þetta kerfi.