1. USPS sendir ekki vörur sem eru lengri en 42“ (tommur) hingað. UPS, FEDEX og allt annað heldur en ‘Pósturinn’ í USA sendir vörur sem eru lengri en 42” hingað. Þú þarft að athuga það áður en þú ferð í þetta af því að ef þú dettur niður á einhvern gítar á Ebay þá verða að vera aðrir möguleikar heldur en USPS í boði. Það er ódýrast fyrir þig að seljandinn, hvort heldur Ebay eða hljóðfæraverslanir, sendi beint til landsins.
2. Mæli með Ebay og Guitartrader ( www.guitartrader.com ) af því að þaðan er yfirleitt hægt að fara beinustu leið til landsins.
3. ShopUSA er þægilegt en kostnaðarsamt. Það er hægt að nota reiknivélina á síðunni hjá þeim en þumalputtareglan (þegar dollarinn er í c.a. 70 krónum) er sú að þú getur margfaldað kostnaðinn í $ með 100 kr. Þá færðu út c.a. það sem gítar myndi kosta með ShopUSA (bara svo að þú þurfir ekki alltaf að reikna ALLTAF ALLT út í reiknivélinni). Góði kosturinn við ShopUSA er sá að þú þarft ekkert að hugsa fyrir neinu og færð gítarinn beint upp að dyrum.
4. Ef seljandinn sendir þetta beint til dyra þá þarftu að standa klár á því hvað þetta kostaði í dollurum af því að dæmið er svona (gefum okkur þessar tölur bara):
Gítar $500
Sending $50
Gengi $1 = 70kr
VSK (virðisaukaskattur) = 24,5%
Tollur = 0kr (tollur af hljóðfærum er 0 kr.)
Aðflutningsskýrsla c.a. = 2000kr. (að því gefnu að þú látir Póstinn gera aðflutningsskýrsluna fyrir þig).
500 + 50 = $550
550 x 70 = 38500
38500 x 1,245 = 47932,5 kr.
47932,5 + 2000 = 49932,5 kr. (gæti skeikað þússara til eða frá).
Skýrt?