ég mundi láta einhvern fagmann gera þetta fyrir mig ef ég væri þú. Ég fékk mér nýja brú á bassann minn (var bara ekki að fíla gömlu) og lét þá í hljóðfærahúsinu skella henni á fyrir mig. Þegar ég kom að sækja hann var hann rétt að klára að setja hana á og hann var með einnhver svaka mælitæki og tuner og þjöl með sér til þess að setja hana á akkúrat réttann stað, því að ef að hún fer á vitlausan stað verður bassinn falskur innbirðis og eitthvað vesen. Ef að þú átt alveg eins brú og ætlar bara að setja hana á þá ætti þetta ekki að vera meira vesen en að skrúfa gömlu af og hina á í staðinn, passaðu bara að jarðtengið detti ekki eitthvað á bakvið og að það snerti örugglega brúnna. En ef að þetta er öðruvísi brú en sú gamla þá mundi ég láta fagmann gera þetta.