Ég var að velta því fyrir mér, ég var að kaupa mér gítar, það þurfti að skipta um strengi og stilla hann. Ég fór uppí tónastöðina og ætlaði að kaupa mér strengi en þá var mér sagt að það væri brjálað mál. Ég fékk nafnspjald hjá einhverjum útlenskum gítarsmið. Hitti hann og hann sagði mér að þetta myndi kosta 8500kr með strengjum. Vá er það venjulegt!?
Hann tók gítarinn því ég hélt að þetta væri allt normal. Ég fór að kanna málið betur og þá sagðir maður mér að þetta væri ekkert mál, bara frekar tímafregt. Svo ég tók hann aftur og ætlaði að reyna við þetta sjálfur. Strengirnir kostuðu 700kr og þetta tók mig 20-30min. Hann er TippTopp standi núna!!!
Já best samt að taka það fram að þetta er 7strengja gítar með Floyd Rose (var að skipta yfir í þynnri strengi)
Svo er þetta venjulegt verð?? 8500kr??