Já, heyrðu mig vantar hugmyndir af effektum.
Ég er í klemmu, ég er að leita að soundi, sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að lýsa né búa til :)
Ég er að nota:
Gibson Les Paul
Virkilega fína Strat Copy
Peavey Classic 4*10
Svo er ég með Boss Overdrive Od1 held ég
Mxr 90 Phaser
Ég nota Overdrive soundið virkilega mikið í magnaranum, og clean soundið er fínt.
Ég er að fara að fá mér Booster til að keyra upp driveið, og losa mig þá væntanlega við Boss-in.
En mig vantar/langar í eitthvað meira.
Delay t.d. = En ég komst að því að ég virkilega kann ekki að nota delay, í raun. Hvernig “notið” þið ykkar?
Mig vantar hugmyndir :)
Radiohead gítarsoundið er gífurlega nett. Ég næ að nokkru leyti clean soundinu og driveinu. En hvað eru þeir að nota af effektum?
Hljómsveitin mín er að spila Rock/Indie/Pop tónlist, með þungum áhrifum á köflum.
Okkur hefur verið líkt við Franz Ferdinand, með áhrifum frá Radiohead.. og áfram.
En þar sem það er offramboð af þannig hljómsveitum, þá erum við að fara aðeins nær synthum, píanó og með Brass útsetningum. Kannski aðeins nær Úlpu….
Veit ekki hvað ég að setja meira af upplýsingum inn í sambandi við effekta :)
Þið afsakið flóðið, og ég vonast til að fá einhverjar hugmyndir…
Hafsteinn, hinn ráðvillti
Bætt við 15. nóvember 2006 - 17:26
Já, kannski að bæta við að ég er helst að leita eftir öðru en overdrive pedulum. En fínt að fá að vita um þá…
Ef einhver er að selja líka einhvern pedal, þá endilega skoða ég allt. :)