Mig langar alveg svakalega til þess að komast í gott band. Er 24 ára gamall og er búinn að spila síðan ég var 11 ára. Er búinn að vera í mörgum böndum í gegnum tíðina sem hafa náð mislangt. Væri mest til í að spila einhversskonar frumsamið melódýskt rokk en er þó til í flest allt. Nota ekki double kicker þannig að þeir sem eru að spá í einhvern metal, Don´t Bother. Helstu áhrifavaldar eru Matt Cameron, John Bonham, Sean Kinney, Dave Abbruzeeze og Jack Irons. Hlusta mest á rokk og þá aðallega Alice In Chains, Skid Row, Led Zepp, Pearl Jam, Oasis og þess háttar.
Það sem ég er að leita að er band sem er klárt en vantar bara trommarann. Nenni ekki að byrja á því að leita af æfingahúsnæði vegna þess að ég hef staðið of oft í því og er orðinn hundleiður á því.
Allar græjur eru til fyrirmyndar og er ég bara að bíða eftir rétta bandinu.
Hafðu samband með PM eða hér að neðan.
Ps. er á höfuðborgarsvæðinu og er ekki á leiðinni út á land til þess að æfa. :)