Smá kurteislegar leiðréttingar á því sem ehar sagði:
Tegundarnúmer magnarans er 1987 og hefur ekkert með framleiðsluár hans að gera. Byrjað var að framleiða 1987 magnarann árið 1965 skv. mínum heimildum.
1987 magnarinn er með tveimur EL34 lömpum en ekki tveimur EL84 lömpum.
Magnarinn hefur tvær rásir, eina bjarta og eina dimma, sem hvor um sig hefur high og low input.
Að öðru leyti er ég sammála ehar.
Athugaðu að til þess að fá þennan bjagaða tón sem þessir magnarar eru frægir fyrir þarftu að hækka vel í honum og er það allt of mikill hávaði fyrir venjulegt spilirí. Annars geturðu auðvitað fengið þér deyfi (e. attenuator) milli magnarans og hátalaranna til að minnka aflið sem fer til hátalaranna. Síðan eru til aðrar aðferðir eins og “power scaling” (
http://londonpower.com/kits/psbox.htm ) eða bara einfalt PPIMV (Post-Phase-Inverter-Master-Volume) sem margir eru sáttir við.
Ég á sjálfur Marshall 1962 “Bluesbreaker” sem er svipað uppbyggður og 1987 magnarinn. Hann gefur út u.þ.b. 30w fyrir bjögun, og ef ég hækka upp fyrir 3 þá er hávaðinn orðinn of mikill fyrir venjulega hljómsveit.
Ég á líka Marshall JMP 2203 sem er kjörinn fyrir allt hart rokk frá “sevetís” til “eitís”. Marshall hefur endurútgefið JCM800 útgáfuna af þessum magnara.
En ef þú vilt svona AC/DC - Hendrix sánd á eru 1987 og 1959 réttu verkfærin.