Einn félagi minn er að selja gítarmagnarann sinn. Verst að hann nær ekki að skrá sig inn á Huga þannig að hann bað mig um að setja þetta hérna inn fyrir sig.

Sælir. Núna ætla ég einu sinni enn að söðla um og fá mér nýjan gítarmagnara. Er með Cube 60 Roland magnara sem ég keypti fyrir tæpu ári síðan í Hljóðfæraversluninni Rín. Borgaði 55þús kall fyrir hann þá. Hann er eins og nýr að öllu leiti, bæði útlitslega séð og virkar eins og nýr.

Ég hef sjálfur notað hann á æfingum með bandi, heima til að leika mér, á tónleikum og böllum. Á þessum stæðstu böllum hef ég að vísu tengt hátalara við hann. Hann er að sjálfsögðu - tjah, ætla ekki að segja of stór, en nálægt því - til þess að leika sér inni í herbergi.

Hann er kraftmikill miðað við stærð (60W) en er þó ekki léttur, enda stór og góður 1x12" hátalari í honum. Hann er fullur af flottum innb. effektum eða sex talsins.
Fyrir ykkur sem finnst gaman að stilla á overdrive og hækka aðeins, þá myndi ég segja að þessi sé sá rétti. Hlustið; níu gerðir af overdrive. Já, níu.

Eins og ég sagði áður, hann er ekki fyrirferðamikill, en ekki léttur. Ekkert mál að tengja mixer, stærri hátalara og fleira við hann enda 6 output á bakhliðinni.

Hann lýtur svona út:

http://www.roland.co.uk/prodimages1/cube60.jpg

Verð á honum nýjum í dag er 47.000 en ég er til í að hlusta á boð uppá 35.000.-
Ekki slæmt það, að geta fengið sér klassa Boss pedal fyrir mismuninn?

Ef einhver vill þá eru hérna nánari upplýsingar um gripinn. Mér skilst reyndar að í augnablikinu fáist hann ekki í landinu, þannig að.. Flýtið ykkur.

Hafið samband í asgeir@fallegur.com
Rover Mini ‘95