Sælir. Núna ætla ég einu sinni enn að söðla um og fá mér nýjan gítarmagnara. Er með Cube 60 Roland magnara sem ég keypti fyrir tæpu ári síðan í Hljóðfæraversluninni Rín. Borgaði 55þús kall fyrir hann þá. Hann er eins og nýr að öllu leiti, bæði útlitslega séð og virkar eins og nýr.
Ég hef sjálfur notað hann á æfingum með bandi, heima til að leika mér, á tónleikum og böllum. Á þessum stæðstu böllum hef ég að vísu tengt hátalara við hann. Hann er að sjálfsögðu - tjah, ætla ekki að segja of stór, en nálægt því - til þess að leika sér inni í herbergi.
Hann er kraftmikill miðað við stærð (60W) en er þó ekki léttur, enda stór og góður 1x12" hátalari í honum. Hann er fullur af flottum innb. effektum eða sex talsins.
Fyrir ykkur sem finnst gaman að stilla á overdrive og hækka aðeins, þá myndi ég segja að þessi sé sá rétti. Hlustið; níu gerðir af overdrive. Já, níu.
Eins og ég sagði áður, hann er ekki fyrirferðamikill, en ekki léttur. Ekkert mál að tengja mixer, stærri hátalara og fleira við hann enda 6 output á bakhliðinni.
Hann lýtur svona út:
http://www.roland.co.uk/prodimages1/cube60.jpg
Verð á honum nýjum í dag er 47.000 en ég er til í að hlusta á boð uppá 35.000.-
Ekki slæmt það, að geta fengið sér klassa Boss pedal fyrir mismuninn?
Ef einhver vill þá eru hérna nánari upplýsingar um gripinn. Mér skilst reyndar að í augnablikinu fáist hann ekki í landinu, þannig að.. Flýtið ykkur.
Hafið samband í asgeir@fallegur.com
Rover Mini ‘95