Bassar og box til sölu
Þá er komið að því að minnka safnið mitt enda hef ég ekkert við allt þetta dót að gera.

1960 árgerð Danelectro shorthorn, semi-hollowbody, lipstick pickup og shortscale með ekta 60's sánd.
Ný og betri bridge þar sem gamla var ekki traust annars er allt original. Nýlegur Danelectro gigbag fylgir með.
Mynd
Bassinn er til sýnis í hljóðfærahúsinu þar sem er sett á hann 60.000 (lækkað verð) en endilega komið með tilboð.

Yamaha rbx 170 sem ég lét gera fretless (mjög vel gert). Ég ætla ekkert að fegra þetta en boddíið nokkuð illa farið og einn takkinn er í smá rugli. Vantar líka string tree á hann. En hann sándar fínt.
Hann fer frekar ódýrt, hafði hugsað mér um 15þ sem er alls ekkert heilagt verð komið með tilboð.
Mynd
Bassinn kostaði nýr 25.000 og svo 5000 að gera hann bandalausan

Danelectro Longhorn bassi 98 model held ég örugglega. Hann er shortscale, semi-hollowbody og með 2 lipstick pickupum. Með honum fylgir danelectro hardcase.
Mynd Það eru tveir blómalímmiðar á honum sem lúkka mjög vel, ekkert mál að taka af og skilja ekkert eftir sig.
Hef hugsað mér að selja hann á 35.000kr með töskunni.

Ernie Ball stingray 5 strengja til sölu. Bassinn er sunburst með rosewood fingerboard. Í honum er aguilar obp-3 formagnari. Það eru einhverjir vírar vitlaust lóðaðir í honum en ég fer með hann til rafeindarvirkja að laga þetta er aðallega að auglýsa hann til að sjá hvort það sé einhver áhugi.
Set á hann 110.000 með hardcase (kostar um 180. nýr) en eins og með allt hérna þá má prútta. Set inn mynd af honum ef það er einhver áhugi.

Svo að lokum er ég með Ampeg Portabass PB-210H 2x10" keilur. Hondlar 400w á 4ohm
Boxið er til sölu í hljóðfærahúsinu og það er sett á það 30.000kr en það kostar 50.000 nýtt.

Nánari upplýsingar og mynd http://www.ampeg.com/products/portabass_series/pb-210h.html

Hægt er að ná í mig í síma 6968537, eyjo89@hotmail.com eða bara hér á huga.

kv.
Eyjó
Vó hvar er ég?