ég er hugsanleg með cymbala handa þér, er ekki alveg vis um að ég ætli að selja þá strax, en ef þú kemur með gott tilboð og grátbiður mig um að selja þér þá þá skal ég endilega gera það :)
En við erum að tala um rúmt 1 árs diskasett, Zildjian Titanium sem er sem sagt 16“ crash, 10” splash, 20“ ride og 14” hihats.
Mjög svalir diskar, semsagt silfraðir, mjög erfitt að brjóta þá og ef einhver brýtur svona disk þá er diskurinn gallaður eða þú ert að tromma OF fast
En eins og ég segi það er ekkert víst að ég selji þetta en ef að þú hefur áhuga þá sendiru mér bara PM og ég plana ný diskakaup handa sjálfum mér og sé hvernig það kemur út fyrir efnahaginn minn ;) en þeir kosta eitthvað 60-70 þús nýir í hljóðfærahúsinu, þarf að tékka betur á því og ég læt á þá eitthvað um kannski 40 þús, þetta verð er slatti óvíst því ég man ekkert hvað þetta kostaði.
En þeir eru vel með farnir, auðvelt að þrífa þessa diska, hægt að skola flest allt af með vatni, má alls ekki nota sápu eða cymbal cleaner á þá.
Láttu mig bara vita ;)
Pearl Masters BRX Midnight Fade 154# 10x9“ 12x10” 14x14“ 14x6,5” 20x16“