Sæll.
Það er ekki til neinn gítarmagnari frá Vox sem er meira en 120w.
Þar sem þú ert að pæla í Vox mögnurum þá vill ég byrja á því að fræða þig eilítið um þá.
Frægustu Vox magnararnir eru lampa magnararnir. Allir lampamagnarar (bæði lampi í formagnara og kraftmagnara) frá Vox eru innan AC-seríunar.
Einnig hefur Vox framleitt mikið af modeling mögnurum sem byggir overdrive soundið svolítið á lampa. Þessir magnarar eru AD-serían.
Þeir magnarar sem eru framleiddir frá Vox í dag eru framleiddir í Kína en áður voru þeir framleiddir í Englandi.
Þar sem þú biður um stæðu þá koma nokkrir hausar til greina:
- AD100VTH - 100w modeling haus, mjög fínn ef þú vilt hafa magnarann og effectana á einum stað, overall er þetta mjög fínn magnari með mjög gott sound, fær í allan sjó, einnig mjög góður ef þú vilt vera með fjölbreytt hljóð og hann tekur effectum mjög vel. Kostar 39.500.
- AD120VTH - 120w modeling has, sama og um AD100VTH nema þessi er bara eilítið öflugari og kominn með fleiri magnara herma og fleiri effecta, einnig er þessi magnari töluvert vandaðari. Kostar 78.500.
AC30CC-H - 30w lampa haus, alger snild, soundar fáranlega vel, í raun er þetta 2 rása magnari (top-boost og svo normal). Top-boost er í raun gain rás, á henni er 2-banda eq en á normal (sem er hugsuð sem clean rás) er enginn eq. Hinsvegar er Tone takki á kraftmagnaranum þannig þú ræður eilítið hve mikið bassa/trebal þú færð úr kraftmagnaranum. Kostar 88.500
Með AD-mögnurunum væri fínt að fá sér AD212 box sem kostar 45.300. En með AC-magnaranum eru fleiri möguleikar. (einnig er hægt að fá AD412 box fyrir AD-magnarana en það er ekki á verðlistanum hjá Tónabúðinni).
- V212BN er 2x12“ box með Vox-custom hátulurm, 60w, svolítið grófir hátalarar en samt sounda þeir fáranlega vel. Kostar 29.900.
- V212BNX er einnig 2x12” box bara með Alnico hátulurum, það er 30w og soundar alveg guðdómlega, töluvert fína sound en í BN boxinu. Kostar 99.800.
- VN412BN er 4x12“ box með Vox-custom hátulurum, það er í raun nákvæmlega eins og V212BN boxið nema bara með 2 auka keilum. Kostar 55.800.
Í raun væri alls ekki slæmur leikur fyrir þig að fara bara niðrí Tónabúð og prufa aðeins bæði AD og AC magnarana og sjá hvað er meira í þá átt sem þú leitar, og þrátt fyrir að AC30 er ”bara" 30w þá skaltu ekki hafa áhyggjur af hávaðanum.
Hinsvegar ef þú hefur einhverja spurningu varðandi Vox þá máttu endilega skjóta henni á mig í hugaskilaboðum og ég reyni að svara eftir bestu getu. :)
Gangi þér vel.
Til að lesa þér betur til um AD magnarana skaltu klikka
hérTil að lesa þér betur til um AC magnarana skaltu klikka
hérBætt við 6. nóvember 2006 - 00:23 Þess má samt geta að Vox hefur í huga þessa stundina að endurvekja AC50 hausana og jafnvel fara þeir í að endurvekja hina snildarlegu AC100 hausa. :p