sjitt pantaði mér ódýrann 14" wuhan china á music123 svona í maí eða júní og ég var að fá hann í gær hvernig er þetta búið að vera hjá ykkur sem hafið keipt í gengnum netið???
með shopusa þá? Ég panntaði mér power all af music123 (þurfti ekki að nota shopusa) og hann kom eftir 3 daga og ég þurfti ekki að borga toll né vsk. Hef líka panntað mér bassa (slapp við shopusa þá líka), hann kom eftir viku…mér finnst music123 vera með frábæra þjónustu, en ég hef enga reynslu af shopusa, það sem að ég pannta mér á ebay er hinsvegar oftast í svona 2 vikur að koma til landsins….
Sparaði 40 þúsund kall ;) Ef þú vilt vita verðið hingað til íslands þá er það bara: (verðið á síðunni + 158 dalir) x 1.245
Þeir eiga líka meira inná lager en er sýnt á síðunni, sendu bara e-mail til þeirra ef þú sérð ekki gítarinn/magnarann/bassann sem þér langar í ef hann er frá einhverjum af fyrirtækjunum sem þeir eru með og spurðu hvort þeir eigi hann eða geti pantað fyrir þig.
Ég hef ekki góða reynslu af shopUSA. Gerði þau miklu mistök að panta í gegnum shopusa frá music123, og það tók 3 mánuði að koma. Pantaði mér kassabassa í maí sem ég ætlaði að nota í útilegur í sumar, en fékk hann svo ekki fyrr en í ágúst. Því shopusa voru svo tregir, alltaf að rugla pöntunninni, allt í einu voru þeir ekki einu sinni með pöntunina, og loksins þegar þeir voru komnir með pöntunina rétta, var hann heillengi á leiðinni. Ekki að gera sig.
Ertu viss um að þeir hafi átt vöruna til þegar þú pantaðir.Pantaði mér gítarmagnara hjá þeim og hann var ekki til en þeir sendu um leið og hann kom til þeirra.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..