Ef þetta er sá magnari sem ég held að þetta sé, þá er alveg yfirdrifið nóg af “roughness” í þessum magnara. Hinn gítarleikarinn í bandinu mínu er með 2x12 útfærsluna og hann getur vel soundað feitt ef hann vill það.
Þetta er örugglega spurning um að læra á eq-stillingarnar áður en þú ferð að menga hljóminn með einhverjum traðkboxum. Þegar ég fæ nýjan magnara í hendurnar og vil leita að einhverskonar metal hljóm, þá byrja ég oftast í “svefnherbergisstillingunni”, bassi og toppur í svona 10, miðja í 0, gain í 10, og vinn mig síðan smátt og smátt með miðju upp og allt hitt niður þangað til ég er þokkalega sáttur.