Áts, ég reikna með að gaurinn vilji spila Live með hljómsveit sko, og þrátt fyrir að nokkrar hljómsveitir hafi notað modular syntha live á sviði þá er það sjúk fyrirhöfn, sérstaklega fyrir einhvern sem er að byrja að fikta í þessu!
Ímyndaðu þér að þurfa að patcha alltaf upp á nýtt hvert einasta andskotans sound sem þú vilt nota, það er kannski rosa gaman í stúdíóinu, þar sem þú patchar, tekur upp eitthvað og þarft svo ekkert á patchinu að halda aftur, en í Live uppsetningu þarf maður hraðan aðgang að hljóðunum og þá er modular alveg út úr korti. ég myndi a.m.k. ekki treysta mér til þess að stjórna modular kerfi í live uppsetningu, og ég tel mig nokkuð fróðan um þessi málefni ;)
og bara svo að upphaflegi spyrjandinn geri sér grein fyrir því, þá er monosynth = synthesizer sem getur eingöngu spilað eina nótu í einu (engir hljómar) … bara svona benda á það til að koma í veg fyrir misskilning.
Þetta sagt, þá eru Minimoog syntharnir ásamt Evolver í miklu uppáhaldi hjá mér, og sitja hátt á “innkaupalistanum” mínum :)
Að bera saman Juno G og Virus er eins og að bera saman Toyota Land Cruiser og BMW M5. Ef þú þarf fullt af möguleikum og raunveruleg sound (gítarsound, píanó, orgel, trompet o.s.frv) þá er Juno-inn málið, hann er “Sample-based”, þ.e. notar fyrirfram upptekin hljóð og spilar þau aftur. Þannig er hægt að ná ágætis eftirlíkingum af alvöru hljóðfærum.
Vírusinn er hins vegar einhver öflugasti Virtual-analog synthinn á markaðinum, og er sá besti sem þú færð í það starf. Hann býr til mjög elektrónísk hljóð og eingöngu elektrónísk hljóð, svo ekki reikna með að geta fengið raunverulegt píanó-hljóð úr vísurinum. Hann getur hins vegar gert fáránlega flott sound og er einn af mínum uppáhalds synthum
Fyrir mig, þá er ekki þetta ekki spurning, ég myndi kaupa mér Vírusinn án þess að hugsa mig tvisvar um! En ef þú ætlar þér að spila einhver “raunveruleg” hljóð, þá er Juno málið.
Þetta kemur allt niður á það hvort þú ætlar þér að vera “venjulegur” hljómborðsleikari, sem spilar á orgel/píanó/rafmagnspíanó, eða hvort þú vilt skapa þín eigin freaky, furðulegu og öðruvísi hljóð (PS: Það er miklu skemmtilegra :)