Sæll.
Ég ætla að gefa mér það að þú kunnir ekki á neitt hljóðfæri eins og er, það segir mér líka að þú heyrir líklegast ekki mikinn mun á gítar og gítar.
Oftast þegar maður er að leita eftir hljóðfærum þá leitar maður eftir góðu soundi og vönduðu hljóðfæri sem er þægilegt að spila á. Í þínu tilviki (af því gefnu að þú kunnir ekki á annað hljóðfæri) þá veistu að öllum líkindum ekki hvað þú átt að leita eftir í hljóðfæri.
Í raun mæli ég með stálstrengja kassagítar (þessi týpíski útileigu gítar), það er aðeins erfiðara að spila á hann og eins og einhver sagði hér aðeins ofar, hann fyrirgefur ekki misstök jafneinfaldlega eins og rafmagnsgítar gerir, þess vegna verðuru að öllum líkindum betri gítarleikari ef þú byrjar á stálstrengjakassagítar í stað þess að byrja á rafmagnsgítar.
Ég mæli með að þú kíkir á kassagítara sem eru ekki mikið dýrari en 25.000 kr sem byrjanda gítar.
Ég mæli með að þú farir í hljóðfærabúðirnar (Sjá tengla neðst á /hljodfaeri undir “Hljóðfæraverslanir á Íslandi”) og prufir bara fullt af gíturum þótt þú kunnir ekkert, bara strjúka eftir hálsinum og slá létt á strengina (getur jafnvel lært eitthvað grip til að prufa á gíturunum) og sjá hvernig hann hljómar og hvort hann sé verri eða betri en einhver annar, bara bera saman fullt af gíturum og velja svo þann sem þér þykir bestur. Og ekki hika við að prufa marga gítara, því fleiri þvi betri. Auðvitað heyriru ekki mjög mikinn mun á gíturunum eins og er en þú fattar samt hvað ég meina þegar þú byrjar að prufa gítarana. :)
Gott væri líka að fá lánaðann gítar hjá ættingjum eða vinum og prufa og sjá hvort þú viljir í alvöru spila á gítar, því af þeim sem byrja að spila á hljóðfæri hætta mjög margir eftir smá tíma.
Gangi þér vel. :)