uhh já ef mér skjátlast ekki er squier í eigu fender þannig að þetta er víst sama fyrir tækið og squier er bara mjög ódírar fender eftirlíkingar. En mér gæti skjátlast efa það samt:)
Squier er undirfyrirtæki fender. Útlitslega séð eru þau mjög svipuð hljóðfæri en Fender eru mun vandaðari hljóðfæri og gerð úr betra efni, og þar af leiðandi einnig dýrari…það er ekki hægt að segja um hver er besti fenderinn eða squierinn, bara álit hvers og eins….
Squier eru bara alls ekki lélegir gítarar þótt að þeir séu ekki bestir… þekki gaur sem á american fender tele sem að er lélegri gítar en 15 ára squier tele.. annars er það bara matsatriði en þeir eru mjög góðir fyrir peninginn. Nema náttúrulega að þú lendir á lélegu eintaki.
Squier er bara eiginlega svona byrjendatýpan af fender eða semsagt þeir sem ekki gera alveg jafn miklar kröfur og þeir lengra komnu..þá er squier akkúrat besti gítarinn því hann er svo ódýr en samt næstum jafn gott að spila á hann eins og fender bara ekki úr jafn góðu efni og soundið ekki eins fullkomið…já pickupparnir reyndar ömurlegir en það er hægt að skipta um þá en myndi frekar bara kaupa betri gítar.
mitt álit er það að byrjendagítara, marrh getur fengið sér, berhringer,appollo og allt það drasl,, en Squier er eiginlega toppurinn á byrjendagítörum mjög góðir og fínir gítarar, en Epiphone eru kannski komnir pílítið lengra heldur en byrjendagítarar,,margir pro gaurar nota Epiphone t.d. bassaleikarinn og einn gítarleikarinn í Jet nota Epiphone,,, eða allavegana gerðu það fyrir stuttu,,
Sjálfur á ég 17 ára Squier Stratoaster made in Korea, og verð ég að viðurkenna að þetta er með ljúfari rafmagsngíturum sem ég hef spilað á. Margir fenderar standast alls ekki samanburð við þennann sem ég á. Hinsvegar mætti segja að ég hafi einfaldlega verið heppinn með mitt eintak, þar sem gítarar eru eins fjölbreyttir að gæðum og þeir eru margir. Hinsvegar þurfti ég að eyða smá pening í að skipta um pickuppa og laga raflagnirnar í honum, en fyrir utan það þá hef ég ekkert út á hann að setja.
Annars finnst mér squier gítarar í dag vera heldur slappir, allavega þeir sem ég hef spilað á. Kannski voru þessir gömlu betri… ég veit ekki en ég veit að minn squier er gull af gítar.
well , þegar squier var að byrja voru þeir svipaðir og mexikönsku fenderarnir, ég á td 84 módel af japönskum squier sem er betri en allir mexicönsku fenderarnir sem fást i dag ;D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..