Fínt að byrja á því að æfa fullt af skölum ná góðum hraða í þeim. Æfa í sem flestum helst öllum fingrasetningum og í nokkrum tóntegundum helst þá t.d. E og A svo eitthvað sé nefnt. Spila þá í bæði box shape-um og líka þrjár nótur á streng shape-um.
Æfa skala eins og Dúr og öll mode (kirkjutóntegundir) af honum (Ionian(dúr), Dorian, Phrygian, Lydian, Mixolydian, Aeolian(hreinn moll) og Locrian)
Jazz moll er líka fínn til að æfa og jafnvel mode af honum, það er reyndar svona aðeins meira fyrir lengra komna. Fínt allavega að læra jazz moll skalann.
Getur fundið þessa skala og fleirri t.d. á
http://www.guitarknowledgenet.com/ mjög fín síða. Það er allavega basicið að læra skala og ná góðum hraða í því.
Læra að pikka sklana með alternate picking (alltaf niður-upp-niður-upp-niður-upp o.s.fv eða öfugt, upp-niður-upp-niður o.s.fv).
Og líka með Economy/Alternative/Sweep/Speed picking (allt orð yfir sama fyrirbærið, oftast sagt Economy eða sweep held ég). Mæli með því að þú tékkir á myndbandinu ‘Monster Licks and Speed Picking’ eftir Frank Gambale (þessi náungi er konungur economy picking, ótrúlegur gæji) þar er hann að kenna þessa pick tækni.
Mæli einnig með myndbandinu ‘Modes No More Mystery’ sem er einnig eftir Frank Gambale til að læra betur inn á Modes (kirkjutóntegundir).
Æfa sig líka að spila Arpeggios (brotna hljóma) og nota þá sweep picking tæknina til að picka það. Gott að læra arpeggíurnar í heimahljómunum til að byrja með.
Svo er alltaf hægt að skoða lög með einhverjum sem shredda og læra þau eða allavega reyna það, það er góð æfing.
En fyrst og fremst að kaupa sér taktmæli ef þú átt ekki slíkt núþegar og æfa þig með taktmæli.