Sælir allir og takk fyrir gott spjall. Ég er að leita til ykkar eftir smá hjálp. Ég er hljóðfærasmíðameistari og er að smíða töluvert af hljóðfærum sem ég bæði sel hérna á Íslandi og flyt út. Það sem ég vil gera er að fá svör frá ykkur varðandi hvaða pikkuppa ég á að nota í nýja línu sem ég er að koma með. Ég hef verið að velta fyrir mér að nota Seymour Duncan en kannski hafið þið einhverja hugmynd um hvað væri hentugra eða betra. Ég er ekki endilega að leita að því allra dýrasta því að hljóðfærin eiga að vera á samkeppnishæfu verði. Það sem kemur best út úr þessu spjalli eða þessum korki verður notað. Með fyrirfram þökkum til ykkar allra.

R. Sigurðsson
www.hljodfaeri.is
www.hljodfaeri.is www.hljodfaeri.com