Nú er ég að fara að fá mér hljómborð og ég var að spá hvort það væri hægt að tengja það við einhver svona synthaforrit ef ég er með réttu tengin til að plugga þessu í tölvuna?
Ef það er midi output á því og þú ert með midi input á tölvunni þinni þá geturu notað t.d. Pro Tools eða Cubase og verið bara með vst plug-in til fyrir syntha sound..
Myndi tékka á forritum frá Native instruments Þeir eru t.d. með Absynth, B4-orgel, Electric piano, Fm syntha, Reaktor og fullt af dóti sem soundar mjög vel.
Ef þú ert að spá í að fá þér einfalt control borð eins og t.d. M-audio keystation 49 eða annað álíka þá bjóða þau flest upp á Usb tengingu. Þannig að þetta er einfallt og virkar fantavel..
Reason er ekkert Loop-Mix forrit frekar en þú vilt. Acid myndi kallast loop based sequencer en Reason er með öguleika langt fram yfir “Loop-Mix”.Það er nog til að soft-synthum.. Farðu á Google og brjóttu löpp, have fun!
Allir þessir synthar sem nefndir hafa verið hér á undan kosta einhvern pening en á þessari síðu hér - http://www.kvraudio.com/get.php má finna heilan helling af ókeypis synthum. Til að keyra þessa syntha þarftu líklega einhvern hýsil en þá má líka finna á þessari síðu.
Já veit að það á ekki að stuðla að því. En ég hef ekki nokkra trú á því að þeir sem eru að fikta sig áfram séu að kaupa þetta dót, Reason, NI dótið og bara flest annað.. Þannig að tæknilega séð er þetta allt frítt og mjög aðgengilegt en löglegt kannski ekki..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..