Ég er búinn að pæla lengi hvernig ég get gert Les Paulinn minn fjölbreyttari og ég staulaðist loksins á mod sem heitir Spin-a-split. Það þarfnast engra útlitsbreytinga eða aukahluta, bara að fórna einum tone takka, sem á Les Paul eru yfirleitt lítið notaðir. Besta er svo að þetta er svo einfalt í framkvæmd að svo lengi sem einhver treystir sér í að nota lóðbolta þá getur hann gert þetta.
Pælinginn með þessu mod'i er að breyta tone takkanum í volumetakka fyrir annað coilið í humbucker á meðann hinn heldur áfram að vera volume fyrir allann pickupinn. Þannig að þegar maður skrúfar alveg niður í tone takkanum veður pickup'inn single coil. Það sem er þó skemmtilegast við þetta eru möguleikarnir á milli, vera með annann coil´inn á fullu blasti en hinn á 33% styrk, eða 25 eða 70 eða bara hvað sem er.
Ég er búinn að gera þetta (lét félaga minn um lóðeríið) við neck pickup'inn á LP'num (SD Alnico II pro) og þetta er alveg dýrslega sniðugt og geri gítarinn miklu fjölbreyttari, ég er með allt frá single coil uppí p-90 uppí full on humbucker í sama pickup'num.
Hér er teikningin http://www.seymourduncan.com/support/sum96tip.shtml en í rauninni er þetta frekar einfalt, tekur rauðu og hvítu vírana sem eru vafðir saman og lóðar þá í miðju tab'ið á tone takkanum…. and thats it.
Þannig að ef þið eruð með lítið sem ekkert notaðann tone takka og humbucker pickup, legg ég til að þið skoðið þetta.