Uhm, reyna að koma með smá “uppbyggjandi gagnrýni” hehe.
Allavega persónulega séð fannst mér tónninn hræðilegur, AAAAAALLLTOOF mikið treble. Hann var bara að skera í gegnum allt. Giska á að þetta sé úr einhverjum Zoom multi effekt eða eitthvað álíka, sem er að mínu mati ekki að gera sig. En ef þetta er ekki þannig þá endilega leiðrétta! :D
Allavega fannst mér byrjunin flott, gæti hafa virkað betur að koma með einhverja flotta melodíu í staðinn fyrir sóló strax. Og kannski nota svo melodíuna sem svona eitt aðal þemað í laginu, gæti komið fyrir annarsstaðar í öðrum útfærslum og inní sólóunum seinna.
Svo kemur inn þetta metal riff sem er bara nokkuð flott. Heyri að þið spilið það allt í gegn tvisvar sinnum, fannst þetta verða orðið svolítið langdregið. En aftur, þá finnst mér tónninn skemma þetta svolítið.
Eftir það kom annar kafli sem mér fannst svolítið ruglandi. Það komu loks trommur inn en mér fannst gítarinn mjög ruglingslegur og maður nær ekki að heyra hvað er í gangi, þessi yfirþyrmandi gítartónn alveg svoleiðis yfirgnæfir sjálfann sig að maður nær ekki hvað er að gerast. Auk þess sem ég heyrði að gítararnir eru pan-aðir í sitthvorann hátalarann og ég heyrði að annar gítarinn var að spila einn rythma eins og bara handahófskennt og hinn líka sem gerði þetta frekar ruglingslegt.
Svo í endann kemur eitthvað wanker shred sóló sem mér fannst byrja bara strax í full blast í staðinn fyrir að hafa smá uppbyggingu og ná hápunkti og svo enda.
Yfir allt gef ég þessu 5/10 í einkunn (plís ekki flame-a mig útaf því, persónuleg skoðun…)
Og aðallega er það út af því að mér fannst tóninn leiðinlegur, ruglingslegt á köflum og skringileg uppbygging :D
En mér margar hugmyndirnar mjög góðar þarna, alveg glæsilegar. En aðallega að framkvæmdin var ekki uppá sitt besta, það væri eflaust hægt að gera mun betur með því að vinna bara aðeins betur í útfærslunni.
þetta er reyndar bara crappy garageband sound, ekkert annað, enginn pedall, sjálfur fíla ég ekki zoominn, hann er bara þegar ég er að æfa á kvöldin og svona, ekki hafa háfaða, heyrnatól plögguð, og þetta er bara demo svo að við verðum ekkert sárir, annars þá eigum við eftir að fín pússa þetta annars takk fyrir comment
0