Já ég hef einn 100w Fender magnara til sölu. Eins og flestir vita eru 100w magnari alveg feikinóg í bílskúrsbönd og litla tónleika. Annars er alltaf hægt að mæka hann upp. =Þ

Í magnaranum eru innbyggðir effectar eins og delay, flanger, tremolo, vibration, chorus og fleira. Einnig er hægt að velja um reverb og þar eru mjög margir valmöguleikar, hvort sem þú ert í herbergi eða sal o.s.frv.

Magnarinn hefur 2 rásir: clean og distortion. Á distortion rásinni geturðu boostað gainið upp með einum takka og þú getur haft mjög litla miðju sem að gefur þéttara sound.

Fenderinn er í þessu fínasta ástandi, um 2-3 ára gamall og geta má að hann hefur aðeins átt einn eiganda, mig, og kostaði hann um 70þús í hljóðfærahúsinu á sínum tíma. Einnig má koma því fram að Þorvaldur Bjarni, dómari úr Idolinu valdi hann fyrir mig. - Hann hlítur þá að vera góður!

Með magnaranum er footswitch og hefur hann Celestion keilu.

Ég ætla að biðja um 40 þús fyrir hann en endilega reynið að gera tilboð! Þessi magnari hefur reynst mér vel en nú langar mig í lampamagnara svo að þessi verður að fara! 35-40 þús er ekkert fyrir magnara sem er í perfect standi og kostaði hvorki meira né minna en 70 þús nýr.

Fender 100 Stage DSP: http://namm.harmony-central.com/SNAMM02/Content/Fender/PR/dyna_touch_stage100.jpg

Takk fyrir mig, Sindri.