Þetta eru ekki lampa magnarar.
Jú vissulega er lampi í þeim EN ef við lesum nú það sem stendur á HC síðunni:
http://namm.harmony-central.com/SNAMM04/Content/Vox/PR/VR15-VR30-Reverb.htmlVOX introduces the VR30 Reverb and VR15 amplifiers. These 2-channel, 3-mode hybrid amps were designed for players seeking warm tube tone at an affordable price.
The 30 Watt VR30 Reverb and 15 Watt VR15 feature three selectable sounds (Clean, OD1, OD2) and custom VOX speakers (10“ for VR30 Reverb; 8” for VR15). The VR30 also features spring reverb. Both amps utilize solid state technology in the preamp stage and VOX's proprietary Valve Reactor power amplifier technology (with built-in 12AX7/ECC83 tube), as found in the Valvetronix series.
Hybrid þýðir að þetta sé solid state magnari sem er með lampa í annaðhvort formagnara eða í kraftmagnara. Í þessu tilviki með lampa í kraftmagnara.
Ef þú vilt hafa það þannig þá er þetta alveg hörku magnarar. Hinsvegar þegar fólk talar um lampa magnara þá er það að ræða um lampa for- og kraftmagnara. :)
Oftast eru Hybrid örlítið dýrari en Solid State en svolítið ódýrari en lampa magnarar. Einnig eru þessir magnarar ekki nærrum því jafn háværir og AC15 eða AC30.
Þú getur spilað á tónleikum með AC30 ó-micað og í sumum tilvikum AC15 ó-micað. En þú myndir að öllum líkindum ekki geta notað VR15 með trommara ó-micað.
Því miður er lítill möguleiki að fá sér lampa magnara á undir 50.000 kr hér á Íslandi nema notað. En ef þú ert þolinmóður og heppinn þá geturu fundið góðann magnara á viðráðanlegu verði. :)
Gangi þér vel.