Þú kaupir náttúrulega bara 1/4 fyrir gítar.. notar ekki það mikið á svona “lítinn” flöt. Þú þarft sprautukönnu og herðir og ýmislegt dót. Ef þú pennslar þetta fer effect fídusinn þ.e. sanseringin að miklu leiti og þú sérð alltaf pensilstrokurnar. Lakkið ætti ekki að fara yfir 3.000 kall nema þú sért að taka eitthvað heavy effect lakk sem kostar hundruðir þúsunda líterinn, góð kanna kostar 20.000 - 40.000, og svo er herðirinn ódýrastur. Það sem ég myndi gera ef ég væri þú er að ég færi í Gísla Jónsson eða einhverja álíka verslun og keypti þann lit sem þig langar í, svo færi ég og tæki gítarinn í sundur, ynni hann svo undir sprautun, færi svo á eitthvað viðurkennt sprautuverkstæði og fengi þá að gera þetta fyrir þig. Þá ertu kominn með kostnaðinn í kannski 15.000 í staðinn fyrir 35.000. og svo ferðu bara heim og raðar saman.;)