svona geturu lært þetta, s.s. allar kirkjutóntegundirnar mjög auðveldlega.
Þú kannt vonandi hvað nóturnar heita og hvar þær eru staðsettar á bassanum. ef við byrjum á nótunni C.
ef þú spilar nóturnar frá C í réttri röð án hækkana og lækkana(C,D,E,F,G,A,B,C) þá ertu kominn með dúr skala eða Jónískan. og þetta er þá jónískur og þú getur fært hann hvert sem er en hann er einungis án hækkana og lækkana í C. T.d. ef þú færir hann í G þá er hann (G,A,B,C,D,E,F#,G) og þá er komin ein hækkun en formúlan er sú sama.
svo tónbilin eru líka mikilvæg. til dæmis er í Jónískum tónstiga eru bilin svona:( bilin virka: stórt=ein nóta á milli sem maður sleppur og lítið næsta nóta við hliðiná hægra megin) stórt(frá C til D, stórt, frá D til E, lítið frá E til F og svo framvegis. þetta er táknað sslsssl og þetta stendur fyrir Jónískan. Hérna koma allir kirkjutóntegundaskalarnir:
C jónískur(dúr) tónbilin:sslsssl
C,D,E,F,G,A,B,C
D Dórískur tónbil:slsssls
D,E,F,G,A,B,C,D
E Frýgískur tónbil:lssslss
E,F,G,A,B,C,D,E
F Lýdískur tónbil:ssslssl
F,G,A,B,C,D,E,F
G Mixólýdískur tónbil:sslssls
G,A,B,C,D,E,F,G
A Aolískur tónbil:slsslss
A,B,C,D,E,F,G,A
B Lókrískur tónbil:lsslsss
B,C,D,E,F,G,A,B
ég vona að ég hafi sett þetta skýrt fram, PM mig ef spurningar vakna