Selja eða ekki selja, það er stóra spurningin.
Mér skilst að ég sitji hér á algjörum gullmola, eða nánar tiltekið DOD 440 Envelope Filter sem kominn er til ára sinna.
Þetta er effect sem ég nota lítið sem ekki neitt (búinn að vera óhreyfður inní skáp síðan god knows when) og það er algjör synd að svona græjur séu ekki notaðar. Ég hef verið að fá þónokkuð af eftirspurnum um þessa græju eftir að ég birti mynd af draslinu mínu hérna á huga, þannig að einhver er áhuginn.
Ég ætlaði að sjá hvaða viðbrögð ég fengi og hvernig tilboð maður fær í gripinn. Þessi effectar hafa verið að fara fyrir allt að 200 dollara á ebay þegar þeir birtast og það er einn til sölu þar núna og starting bid er 150$ sem er nokkuð vel af sér vikið.
Pedallinn er aðeins farinn að láta á sjá, en það er eingöngu útlitslega (lélegt lakk sem var notað á þá). Hann er í fullkomnu standi hvað mekkanisman varðar og það er rafeindavirki nýlega búinn að fara yfir hann sem gaf grænt ljós á að allt væri í topp standi.
Ég þarf ekki peningin en ef ég fæ gott/góð tilboð læt ég hann fara, þannig að byrjið að bjóða :D Það má gera það hér á korknum eða senda mér hugapóst.