Innbyggðir effectar segja manni lítið.
Ég bíst við að þú sért að tala um í magnara, þá segir það manni bara að í magnarnum eru effectar (t.d. chorus, flanger, reverb o.s.fr.), oftast eru þeir digital.
Þá geturu oftast fengið stýri borð sem þú tengir við magnarann til að stjórna þessum effectum (t.d. kveikja/slökkva á þeim).
Oftast eru þetta ekkert spes effectar en í sumum mögnurum eru þeir alveg ágætir.
Fyrir mitt mat þá eru innbyggðir effectar í mögnurum bara stórt nei, ég vill oftast bara vera með tremolo og/eða reverb og þá alls ekki að hafa það digital.
Ég er með lampa reverb og lampa tremolo í magnaranum mínum. Sem virkar mjög vel.
En ég segi það nú sem ég segi alltaf: of flóknir hlutir eru of líklegir til að bila.
Með öðrum orðum, eftir því sem hlutirnir eru einfaldari því betri því að það eru ekki eins margir hlutir sem geta bilað í þeim. ;)