Nei en i raun er þetta sára einfalt.
Til að byrja með vill ég benda á að Morley (sem framleiðir m.a. Wah og Volume pedala) er með teikningar af öllum sínum pedulum inná síðunni sinni undir downloads:
http://www.morleypedals.com/Allavega, snúm okkur þá að einföldum volume pedal.
Í raun er þetta bara eins og volume takkinn á gítarnum þínum, þú þarft bara einn pot og tvo jacka. (Oftast er notað 250K pot). Þá í staðinn fyrir að hafa pickup á öðrum endanum þá ertu bara með jack.
Svo smíðaru bara eitthvert fallegt box. Lætur einhvert band/teyju(/keðju) fara á snúnings hlutan af potinum og passar að ef þú færir keðjuna þá snýst pot-inn alveg örulega og svo festiru draslið sem hreyfir pot-inn við plankann sem þú ætlar að hreyfa framm og til baka með fætinum.
Mjög einfaldur og mjög þægilegur volume pedall og kastar alveg fáranlega lítið.
Ef maður kann að lóða og allt það þá tekur rafmagsvesenið svona um 3-10 mín.
Allavega ef þig vantar teikningar fyrir þetta þá geturu fundið á google bara “Guitar Pickup Wiring Diagram” og í stað pickuppa þá er það bara Jack og þú sleppir Tone hlutanum úr teikningunni. :)
Bara láta mig vita ef ég á að útskýra betur.
Bætt við 28. september 2006 - 09:59 Já ég gleymdi náttúrulega að taka það framm að þetta er sú aleinfaldasta útgáfa af Volume pedal.
Teikning af þessu má finn hér (Mínir snildar hæfileikar í paint):
http://img.photobucket.com/albums/v708/Gislinn1234/VolumePedal.jpg