Hey kall, þú hefur held ég ekki verslað réttu græjuna, það sem einkennir Stratocasterinn er einmitt þetta glassy singel coil sound, það er hægt að fá nokkrar útgáfur af því reyndar.
Pikkuparnir sem eru í USA Standard Stratanum eru mjög góðir, þessir Noisless eru líka mjög góðir þeir hafa verið að fá eitthvað bad rap en ég fíla þá vel. Getur fengið heitari útgáfu af þeim sem er í Jeff Beck Stratanum t.d.
Yfirleitt því heitari sem pickups verða því meira missir þú þetta single coil sparkle, færð meiri miðju og þykkari tón reyndar, ég er t.d með Lindy Fralin BLUES SPECIAL sem ég er að fíla einna best af þessu sem ég hef verið að prófa.
Ég myndi halda stratanum eins og hann er og frekar spá í að versla mér annað hljóðfæri til dekka þetta sem þú ert að spá í. En ef þú ert alveg harður á að skipta þá mæli ég með Lindy Fralin, þeir eru meðal annars með bridge pickup með stálplötu undir sem sándar svona næstum P90 klassík rokk dæmi, set slóðina á þá hér fyrir neðan.
http://www.fralinpickups.com/default.asp