Sælir hugarar, fyrir stuttu fékk ég þá flugu í hausinn að kaupa mér bassa. Mér bauðst að kaupa notaðann ódýrann bassa sem ég að sjálfsögðu þáði. Sit ég nú með bassa og magnara í hönd en aðeins ein fyrirstaða er fyrir því að ég byrji að spila…ég kann ekkert á bassa og hef enga reynslu af strengjahljóðfærum. Þess vegna datt mér í hug hvort einhverjir gætu bennt mér á gott kennsluefni á netinu, bara eitthvað svona basic til þess að ég geti fikrað mig áfram, því ekki hef ég efni á því að fara í tónlistarskóla.
Með von um góðar viðtökur.