Ekki stilla magnarann mjög hátt, þá ætti þetta að vera í lagi. Ég hef oft spilað í gegnum gítarmagnara með bassanum mínum, hef bara ekki treyst mér til að stilla hann mjög hátt, hingað til hefur allaveganna ekki neitt gerst, bara ekki sérlega fallegt hljóð en þó ágætt og flott í gegnum suma magnara.
Eins og köngull sagði, þetta er allt í lagi ef þú ert að þessu bara til að heyra aðeins betur í bassanum þegar þú ert að spila einn fyrir sjálfan þig, en þú gætir skemmt keiluna í magnaranum ef þú ferð að hækka of mikið..
Einn og einn þolir það. Í grunnin var t.d Fender Bassman upphaflega gerður sem Bassamagnarai.
Flestir Bassamagnarar þola gítar þokkalega. Notaði t.d Peivey 300 bassamagnarann minn lengi sem gitarmagnara. Smá vandamál með keiluna en hélt svo sem.
Hitt að keyra bassa í gegnum gitarmagnara er verulega óhollt. Bassabylgjan er breyðari og þyngri og getur farið ílla með magnarann. Þetta er örugglega í lagi svona öðruhvoru og ekki á fullu gasi.
Annars hefur verið slatti af fínum notuðum Bassamögnurum hér á ferðinni. Taka hann bara nógu stóran svo hann grúfi með trommum. þar er ekki sama pælingin og í lampamögnurum, þar sem þeir meiga helst ekki vera of stórir heldur :-)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..