Góða kvöldið

nú er ég að spá í að fara að kaupa mér nýjann gítar um mánaðar mótin þegar ég fæ útborgað og bara get ekki ákveðið hvaða gítar ég á að kaupa.

Þess vegna sendi ég inn kork hér til að sjá hvort að þið hefðuð einhverjar hugmyndir.

Skilyrði þurfa að vera: EKKI floyd rose. ástæða: á 2 floyd rose gítar nú þegar.

verður að vera með góðum stilliskrúfum og halda stillingu meira en 20 sekúndur

verður að vera með humbucker í bridge og neck

vil hvorki epiphone eða gibson því þau merki bara einfaldlega henta mér ekki.

Ég spila metal og vil helst að það sé gott sound í þessum gítar varðandi flaututóna og annað slíkt

með fyrirfram þökk, haflilli
._.