Það fer eiginlega bara eftir því með hvaða kennara þú ert með, sumir kennararnir þarna eru virkilega hæfir t.d. gaur sem heitir Eðvarð en sumir geta bara verið frekar lélegir, ég lenti einmitt á frekar lélegum kennara þriðju önnina mína þarna og hef ekki farið þangað síðan. Þú sérð þetta bara ef þú skoðað heimasíðunna og skoðar lista yfir kennara, þú getur fengið Eðvarð sem er útskrifaður úr FÍH og er alveg þokkalega gamall og reyndur eða þá að þú getur fengið Ragnar Zolberg ekki útskrifaður úr FíH (tók nokkur námskeið í GÍS reyndar) sem er hvað 21 árs eða eitthvað og náttúrulegaa frekar reynslulaus, síðan efast ég bara um að hann sé mjög traustur, án þess að ég þekki hann neitt. Og málið er að þú ert að borga sama pening fyrir þetta. Annars er ekkert mikið að kennslunni, bara svekkjandi að vera fá lélega kennara og borga jafnmikið og gaurar sem fá bestu kennarana.
En eftir að ég hætti í GÍS tók ég eitt námskeið hjá Óla Gauk og mér fannst það vera svona tífalt betra, fagmannlegra og skipuagðara, reyndar er það dýrara.