hahaha nei þetta er ekki sami gítarinn…kynnið ykkur efnið áður en þið farið að babla eitthvað…
ESP gítarinn er gítarinn sem James Hetfield kýs að nota, þetta er signature gítarinn hans sem er gerður eftir ESP gítar sem hann keypti ‘89 mynnir mig. og þessi gítar sem hann keypti ’89 er hann búinn að nota á þó nokkrum túrum, og hefur farið illa í áranna rás, kominn með reynslu, og ESP Truckster er gerður eftir honum eins og gamli '89 gítarinn lýtur út í dag, með rispur á bakhliðinni eftir belti sem james var með um mittið, lakkið farið að hverfa á hálsinum eftir ofnotun, einnig lakkið á forearm cut á búknum og í kringum takkana. Allt þetta er vandað gert og skorið rispurnar í gítarinn og áferðin á svarta litnum þar sem lakkið á að vera að hverfa er mjög vandað…
Hinsvegar, á ódýra LTD gítarnum er hann eiginlega eftirlýkingin af eftirlýkingunni, verra rafkerfi býst ég við, hálsinn óvandaðari,og þessar “ rispur” og dót eru málaðar í á LTD gítarnum. Ég mundi segja að þetta væri ekki eins mikill gripur og ef þú ætlar að fara að spá í þessu yfir höfuð, farðu alla leið. Því þá ertu að fá, betra rafkerfi, vandaðari búk, betri háls, og það stendur ESP á gítarnum.
Kynnt ÞÚ þér efnið áður en þú ferð að babla eitthvað.
ESP Eclipse var í fyrsta lagi ekki framleiddur í þessari mynd árið '89, Í öðru lagi þá byrjaði Hetfield ekki að spila á svoleiðis fyrr en í kringum aldamót, í þriðja lagi þá er gítarinn (bæði sá sem Hetfield notar og signature gaurinn)upprunalega venjulegur Eclipse I sem búið er að mála upp á nýtt (og bara ofan á gamla lakkið) og pússa til svo hann líti út eins og svokallaður “rat rod” (minnir mig að það kallist) bíll, sem er einhver della sem Hetfield stundar samhliða músíkinni. Slíkir bílar eru bara grunnaðir, ekki lakkaðir með almennilegu lakki, sem gerir það að verkum að þeir verða svona flekkóttir eins og gítarinn. Slitið á gítarnum er ekki náttúrulegt á gítarnum hans Hetfield, heldur er búið að “feika” þetta og í fjórða lagi, þá er LTD gítarinn líka slípaður til á þennan hátt, rispurnar og flekkirnir eru ekki málaðar á. En þar sem meira er verið að flýta gíturunum í gegnum verksmiðjuna þá er eintakamunur meiri hvað útlit varðar.
Og upprunalegi þráðurinn snerist um það af hverju LTD gítarinn væri verðlagður á 1299 dollara á ESP síðunni, en 899 úti í búð, það var enginn að halda því fram að ESP og LTD gítarnir væru eins að gæðum.
0
en hvort væri hentugra að kaupa?
Skiptir ekki máli þar sem þetta er sami gítarinn..
ööö þú sagðir það…
0
hvort væri hentugra að kaupa: http://www.espguitars.com/guitars_james.html þennan neðri eða: http://music123.com/ESP-LTD-Truckster—-Solid-Body-Electric-Guitar-i158876.music ???????
Lestu hverju ég er að svara.. hann er að spyrja hvort sé hentugra að kaupa þennan á Music123 eða NEÐRI gítarinn á ESP síðunni, sem er LTD-inn, sá hinn sami og auglýstur er á M123 linknum.
0
ok ég ruglaðist á dagsetningum, en James Hetfield kom til ESP árið ‘91 og fékk sinn fyrsta ESP gítar, og þessi gítar er eftirlýking af þeim sem hann notaði á St. Anger Túrnum, og svo ég quote’i það sem stendur í bæklingnum:
If ESP guitars can survive a Metallica Tour, they can survive anything…The Truckster is the fifth Hetfield signature series model to carry his name since James and ESP joined forces in 1991. This latest model is manufactured to the exact specifications og James' Truckster, a Modified ESP Eclipse-style stage guitar used on the St. Anger tour. It features a multi-layered finish stategically sanded through and fully distressed to simulate the original…
James átti Custom Shop Eclipse gítar sem hann vildi kalla truckster, s.s. trukkagerðin sem þú varst að tala um, hinsvegar er þessi gítar eftirlýking af Custom shop gítarnum hans eftir St. Anger túrinn, s.s. rispur og flagnað uppúr lakkinu þannig að það sést í beran viðinn á ESP gítarnum, það ef bara málað viðarlitað á LTD gítarnum, þannig ég held að þú sért eitthvað að misskilja…
0
Ég er ekki að misskilja neitt. Trucksterinn hans Hetfield er EKKI Custom Shop gítar, þetta er Standard gítar sem hann er búin að mála og pússa upp á nýtt. Þetta varð síðan að bölvuðu veseni þegar átti að fara að framleiða signature gítarinn, því í þá daga voru allir ESP signature gítarar framleiddir í customshoppunni, en Hetfield vildi náttúrulega ekki að sigginn væri betri en hans eigin gítar, svo þeir höfðu fyrir því að senda hrúgu af Standard Ecplise gíturum í customshoppuna þar sem málað var yfir hann eftir forskrift Hetfields.
Og þú hefur greinilega aldrei séð LTD Truckster í eigin persónu, því lakkið á honum fær sömu meðferð og á ESP gítarnum, það er málað yfir og pússað og skorið í.
Hetfield er búinn að vera hjá ESP síðan '91 (og búinn að spila á ESP gítara enn lengur) en hann var með MX gítara framan af (fyrst MX-220, svo MX-250), fór ekki að nota Eclipse fyrr en eftir Re-Load.
0
Þegar hann keypti Original Trucksterinn var hann ekki með rispum eftir beltið, búið að brotna uppúr lakkinu og svoleiðis, en Signature inn hans er þannig. Og hann er Custom shop því ekki eru allir Eclipsar svona er það? hann lét sérsmíða Truckster eftir bílategund. Og jú ég hef séð LTD niðrí tónastöð og verið með ESP í láni, og ég get sagt þér, það er ekki sama áferðin, það bara er ekki fræðilegur…ef þú þarft sönnun farðu niðrí tónastöð ef þeir eru með báða á lager og berðu þá saman, ég er búinn að því, þetta er bara munur eins og heitt og kalt…
0
Þósvo það sé búið að “customisa” gítar þá er ekki þar með sagt að hann sé custom shop.. ég á Squier sem ég málaði upp á nýtt, það er samt ekki custom shop Squier. Upprunalegi Trucksterinn er að grunninum til Standard gítar, og Hetfield sjálfur (eða techinn hans) sáu um lakkið, og gítar verður ekki svona sjúskaður af einum túr.. þeir “flýttu fyrir” ferlinu fyrst þeir voru að þessu á annað borð.. Þetta er útskýrt hérna:
http://p222.ezboard.com/fespguitarsmessageboardfrm16.showMessage?topicID=9.topic ..
Þessi umræða um lakkvinnuna á LTD gítarnum hefur greinilega ekki komið upp nógu oft til að eignast þráð þarna á foruminu, en þetta hefur samt margoft verið rætt þarna. Það væri hvorteðer enginn sparnaður í því að mála svörtu/rauðu/hvítu klessurnar ofaná gráa lakkið frekar en að pússa niður á það, og ef það væri málað, þá væru öll eintök af LTD gítarnum eins.. og hvernig fara þeir að því að “mála” dældirnar eftir sylgjuna aftaná gítarinn?
0
Veistu hvað, ég nenni ekki að tala um þetta, ef að þú trúir því ekki að þeir séu öðruvísi tjekkaðu bara á því…þýðir ekkert að skoða eitthvað á netinu…blessaður…
0
Ég er búinn að tékka á því, en takk samt.
0
heyrðu meistari, það að rífast við Dionysis um esp gítara er useless hann veit vel hvað hann er að segja.
0
heyrðu félagi, ég veit samt alveg hvað ég sá(sé) áferðin á ltd gítarnum var eitthvað sheiky :S
0