ég keypti mér trommusett í þessari búð og pöntuninni var cancelað. ég var líka búinn að gera address 2 á kortið. veit einhver af hverju henni var cancelað?
Fyrir það fyrsta þá senda þeir ekki til Íslands. Í öðru lagi þá er kaninn voðalega aftarlega á merinni hvað erlend greiðslukort varðar og taka oftast aðeins við ávísunum í gegnum banka.
Ég pantaði mér bandalausan Rogue-bassa og skildi ekkert afhverju pöntunin fór aldrei af stað. Svo loks eftir mánuð þá mannaði ég mig upp í það að hringja út og þá kom allt í ljós. Þannig líklegast þarftu að fara í þinn viðskiptabanka með reikningsupplýsingar frá musiciansfriend.com sem þú færð hjá þeim og senda peninga. Svo loks þegar verslunin fær staðfestingu að þá senda þér tólin af stað.
Gangi þér vel með þetta. Þrátt fyrir þessa töf þá var ég ánægður með þjónustuna. Málið var bara útskýrt og öllu reddað. Fékk bassann m.a.s. á gamla verðinu $99.90 en hann hafði hækkað upp í $124.90 þegar ég hringdi út.
Þú getur svo sem reynt að semja við þá úti um að senda heim til Íslands, aldrei að vita ef þú lendir á einhverjum léttum og skemmtilegum afgreiðslumanni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..