Ég fíla Eclipse umfram Horizon (á hvorutveggja, að vísu LTD útfærslu af Horizoninum, svo ég er ekki að votta um hvor hljómar betur, en get vel gert mér grein fyrir tilfinningunni þrátt fyrir gæðamuninn).
Báðir eru (að mig minnir) með mahoný boddý og kúptan topp úr hlyn, Eclipse er “Set-Neck” en Horizon “Neck Through”, Eclipse fæst bara með Tune-O-Matic brú og Stopbar endastykki en Horizon ýmist með Floyd Rose eða TOM og string-through..
Eins og annar hver maður er búinn að segja, farðu niður í Tónastöð og prófaðu báða.
Og kauptu hann frekar hér heima en frá Ameríku, sérstaklega ef þú velur Eclipse, því verðið (fyrir skatt) er það sama en þú þarft ekki að borga fleiri þúsund í flutningskostnað, og Eclipseinn sem seldur er í Evrópu er öllu huggulegri en sá Ameríski (þó það sé að vísu smekksatriði eins og hvað annað).