Ég á Warmoth Telecaster sem ég setti saman sjálfur. Samsetningin var frekar einföld en ég skal nefna nokkur atriði sem ég rak mig á.
- Ef hálsinn er með lökkuðu gripbretti t.d. gegnheill háls úr hlyni eins og minn, þá er lakk á böndunum sem pússa þarf af. Ég skrapaði þetta af með G-streng en ég mæli frekar með að notuð séu almennileg verkfæri.
- Best er að bora göt fyrir litlu skrúfurnar sem halda strekkjurunum á hausnum og jafnvel líka fyrir skrúfurnar á búknum (fyrir plöturnar). Passaðu bara að nota ekki of sveran bor og að bora ekki of djúpt.
Þú getur sé mynd af gítarnum mínum hér:
http://kasmir.hugi.is/LeakSíðan þessi mynd var tekin (áramót 2002/2003) er ég búinn að skipta um brú. Brúin sem sést á myndinni er Gotoh brú sem ég keypti hjá Warmoth. Hún er ágæt og hljómar ágætlega en um daginn fékk ég mér gamaldags öskubakkabrú hjá
http://glendaleguitars.com/ . Nýja brúin gefur gítarnum meiri “alvöru” klassískan Telecaster hljóm, aðeins þynnri og kannski örlítið minna “sustain” en dálítið meiri Fender hljóm.
Búkurinn er extra léttur fenjaaskur og hálsinn er “quartersawn” hlynur með “boatneck” lögun og 10“-16” radíus. Böndin eru 6105. Pickupar eru Seymour Duncan Alnico II Pro og Jerry Donahue.
Ég veit ekki hvað ég get ráðlagt þér með rafkerfið annað en að líta á teikningar t.d. hér:
http://www.seymourduncan.com/support/schematics.shtmlSkoðaðu það sem fellur undir Telecaster, t.d. Standard teikninguna.
Mér finnst 10.000 kr. vera full mikið fyrir að tengja rafkerfið. Það er mjög einfalt og fljótlegt að ganga frá þessu ef maður kann þetta. Ef þú borgar einhverjum til að gera þetta fullvissaðu þig þá um að hann kunni að gera vandaðar lóðningar.
Endilega segðu okkur frá hlutunum sem þú pantaðir s.s. hvernig viður, litur, lögun, bönd, pickupar o.s.frv.