Þetta myndi þá bara vera fyrir kennsluefni og þá er allt gott og gilt! Kennsluefni fyrir öll hljóðfæri og tónfræði líka, hljómfræði og allur pakkinn bara.
En það myndi auðvitað ekki þýða að það væri tækifæri fyrir ykkur að spamma inn korkum með myndböndum eða eitthvað. Það yrði að vera í hófi. Það var þá hugmyndin hjá mér að hafa þetta alveg opið og þið gætuð póstað eins og þið vilduð (í hófi þó eins og ég sagði). En ef það yrði missnotkað þá myndum við stjórnendur þurfa að taka til þeirra ráða að setja upp reglur varðandi þetta og leyfa aðeins ákveðinn fjölda pósta á dag.
Þetta er hugmyndin allavega, var bara að spá í þessu fyrst þetta er nú einusinni hljóðfæraáhugamál. Þetta gæti einnig aukið traffík eitthvað.
Allavega, segið hvað ykkur finnst! :)
Kv. Hlynu
…djók