Ef að ég væri með hann á pedalborði viðhliðina á overdrive og wah pedölunum t.d þá væri það miklu hentugara, plús það að ég myndi nota hann miklu meira ef hann væri handhægur með að bara stíga á hann. Það hefur lengi vel farið í taugarnar á mér að ekki eiga kost á footswitchable taktmæli af EITTHVERRI gerð, en hingaðtil hef ég ekki fundið slíkt tæki.
Langar fyrstalagi að finna eitthvern taktmæli sem ég get notað amk gróflega með fótunum. Gæti þessvegna verið drummachine eða slíkt tæki, bara svo lengi sem að ég get verið með það viðhliðina á öðrum pedölum á pedalboardi t.d. og amk. kveikt/slökkt á hljóðinu með fótunum.
Öðrulagi langar mér að vita hvort að fólk kemur dæma mig mikið fyrir þessa hugmynd. Hef talað við vin minn (sem er gítarleikari sjálfur) um þetta og hann skildi ekki beint hver tilgangurinn á þessu væri og fannst þetta vera fáviska. Endilega bara koma með comment um þessa hugmynd, góð eða slæm.
“Don't mind people grinning in your face.