Sumar búðirnar hafa þetta þannig að ef að addressan sem þú ætlar að senda það sem þú verslar á, er ekki tengt kortinu sem þú notar þá rennur þetta ekki í gegn hjá þeim. Ef hann var að kaupa eitthvað og ætlaði að láta senda það á shopusa þá verður að hringja fyrst í Visa eða Euro og láta setja heimilisfang Shopusa sem secondary-address á kortinu. Veit ekki hvað þetta heitir á íslensku annað en auka-heimilisfang… eitthvað svoleiðis.
Þú t.d. heitir
Rock N' Roll
Rokkgötu 8
666 Rokkland
Iceland
(þar sem kreditkortareikningurinn er sendur eða þú skráður til heimilis) og lætur svo kreditkortafyrirtækið þitt setja auka-heimilisfang tengt kortinu og þá þarftu að hafa t.d. heimilisfang shopusa á hreinu og gefa þeim upp heimilisfangið þar.
Ok?