Þú kemst inn ef prófdómarinn er ánægður með þig, myndi ég halda. Til þess að hann sé ánægður með þig myndi ég giska á að þú þyrftir m.a að:
- Hafa góða stjórn og búa yfir færni á hljóðfærið þitt sem þykir mjög góð miðað við þinn aldur.
- Sýna að þú hafir brennandi áhuga á náminu.
- Þekkja grunntónfræði og/eða geta lesið nótur (ekkert endilega nein stig, hvorki í hljóðfæraleik eða tónfræði, þess þarf ekki skv. minni reynslu)
Ég hef ekki sótt um í FÍH og mun ekki gera það fyrren eftir 3 ár þegar ég útskrifast með stúdentspróf úr menntaskóla en ég myndi halda (þótt ég hafi í raun ekki hugmynd um það) að þetta þrennt gæfi þér góðar líkar á inntökuprófi inn í FÍH.