já ég veit mikið um þetta, ég er Rúnar Sigurðsson og er hljóðfærasmíðameistari. Hljóðfærin eru flutt inn ósamsett en samt mis tilbúin eftir því í hvaða verðflokki þau eru. Ég er að plana útflutning á þessum hljóðfærum en ég sel þau á heildsöluverði hérna heima og ég veit að það eru margir með efasemdir vegna þess að hljóðfærin eru ódýr en ég er að byggja upp merkið en hljóðfærin eru öll merkt mér. Fólk getur komið og skoðað hljóðfærin þannig að enginn þarf að kaupa blindandi. Ég er með löggilt verkstæði enda með löggildingu sem hljóðfærasmiður og búinn með meistaraskólann og háskólagráðu í hljóðfærasmíði sem ég tók í tónlistarskóla í Englandi. Ef fólk vill fræðast meir þá var skrifuð grein um www.hljodfaeri.is í mogganum 11. ágúst síðastliðinn. Ég hvet fólk að gefa sér tíma og skoða og mynda sér skoðun varðandi hljóðfærin byggð á eigin reynlsu.
Ég vil nota tækifærið og þakka góð viðbrögð en þau hafa verið mjög jákvæð og ég vona að ég geti komið hreyfingu á samkeppnisaðila enda örugglega pláss fyrir fleirri.
Kveðja,
R. Sigurðsson
www.hljodfaeri.is www.hljodfaeri.com