AFhverju finnst þér það? Hef ekki prófað sjálfur en heyrt að HSS sé mjög fjölbreyttur, endilega komdu með allt sem þú veist og það sem þú hefur prófað því ég vil ekki sitja uppi með eithvað sorp :P
HSS, HH, SS eða SSS fer í raun bara eftir því hvað maður væri að leita eftir.
Mæli með að þú prufir HSS áður en þau kaupir þér, prufaðu líka SSS og sjáðu hvort er að gera sig betur, alltaf þegar ég spila á HSS þá nota ég humbuckerinn ekkert, er alltaf bara með miðju eða neck pickuppinn.
Já, ekki misskilja, ég er bara að segja að mitt sound fæst ekki með HSS, bara fíla ekki að hafa þannig uppröðun (þótt að það væri eflaust hægt að finna pu sem ég myndi líka við í HSS setuppi.)
Annars þá er ekkert að HSS, þetta er bara svo persónubundið, sumir fíla léttmjólk aðrir nýmjólk, sama með pickuppana. :)
ég á HSS gítar, ekki þennan reyndar en mér finnst mjög þægilegt hvað hann er fjölbreyttur, svona gítarar eru mjög fínir sem fyrsti gítarinn manns því þú getur náð klassíska strat soundinu og líka svona meira sóló hljóð úr humbuckernum.
Ég er að fara fá mér nákvæmlega sama gítarinn og verð að segja þessi gítar hér er vel yfir 100 þús. hérna á Íslandi samt kostar um 80 - 85 þús. að fá hann sendan hingað heim með toll og svo framvegis. Ég hef ekki verið mikið fyrir Fender mest Gibosn & Epiphone en þegar ég prófaði Fender American Telecaster gítarinn hjá vini mínum þurfti ég að fá mér einn. Ég held að þú getir prófað hann í “ Hljóðfærahúsið ” á laugaveginum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..