Jæja, ég varð fyrir því óláni að missa símann í vinnunni minni, ofan í fötu fulla af vatni. Ég ákvað að fara útí búð og kaupa mér nýjann síma, núna eruð þið líklegast að hugsa “hvað er stjórnandi að senda inn kork um síma á /hljodfaeri” en þá kemur það skemmtilega við nýja símann.
Fyrir valinu var Sony Ericsson w810i og í ljós kemur að síminn er með innbyggt “píanó” (1 áttund), forrit sem sýnir 32 gerðir af gítargripum og taktmælir sem nær 160bpm og spilar bæði 3/4 og 4/4 takt.
Hentugt fyrir fólk sem fer í útileigurnar og man kannski ekki alveg C7 gripið, bara fletta upp í símanum. Nokkuð skondinn en skemmtilegur fídus í síma, sérstaklega þar sem þetta er upprunalegt í símanum.
Meira var það ekki í bili, frekkar pointless korkur en gaman að þessu samt sem áður.