Ég er með Crush 15 sem svona tík ef ég hef engann annan magnara heima og þetta er alveg mest solid æfingamagnari sem ég hef prófað, valtar alveg yfir keppinautana.
Ekki sammála. Orange Crush getur vel dugað á sviði með heilli hljómsveit, hef gert það oftar en einusinni sjálfur. Það kaupir engin magnara með það fyrir augum að þurfa aldrei að mica hann upp live. Það er bara kjánaskapur. Ég hef oft spiað á stöðum þar sem 30w orange stæðan mín hefur verið meira en nóg sjálf, en lækkað í henni og micað til að dreifa hljóðinu fallega og blanda við restina af bandinu í P.A-ið (hljóðkerfið). Ef þú fílar hljóðið í 15w magnara þá bara skelliru mic framan á hann og færð meiri styrk, engin eldflaugavísindi þar á ferð. Engin ástæða að eiga meira en 30w lampa uppá styrk að gera. Þú getur verið rosalega töff með 3. fermetra stæðuna þína á giggi, en endar yfirleitt með hana á 2-4 í styrk og micað upp, lampar njóta sín verr á minni styrk… beside the point.. en já.. þú getur það auðveldlega. Ekki láta stærðina plata þig! Þó svo rock idolin hafi verið með 2 stórar marshall stæður á tónleikum var yfirleitt lítið combo eða æfingamagnari á bakvið plöturnar í den!!
Crush er 30 eða 15 watta transistor magnari. Magnarinn þinn er líklegast AD30 sem er þá 30w lampa magnari sem er jú töluvert háværari en 30w transi.
Ég sagði líka að þú gætir ekki spilað með þessum magnara án þess að mica hann. (spilaði reyndar einu sinni þar sem notast var við 25w transa en þá var enginn trommari en ekkert PA-kerfi).
Ég btw nota 15w lampa magnara þegar ég spila live svo ég veit vel að stærðin skiptir ekki máli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..