Nr. 1 Hvernig skinn eru á settinu og í hvernig ástandi? (ef að skinnin eru góð, þá geturðu byrjað að stilla, annars kaupa ný skinn)
Nr. 2 Taktu (nýja)skinnið/in af herða allar lug festingar inni í trommunni. Þegar það er búið skaltu setja skinnið aftur á, og herða tension rodana (skrúfurnar sem herða skinnið) eins fast og þú getur með höndunum, ekki lykli.
Nr. 3 snúðu lyklinum 2oghálfan - 3 hringi á hverri skrúfu og “settu” skinnið, þ.e. að þrýsta með lófunum í miðjuna. Ef það heyrist eitthvað brak, þá er það í lagi (það á að gerast). Svo skaltu leysa skinnið aftur (2oghálfan - 3 hringi til baka) og “setja” það aftur, aðeins lausar í þetta skipti.
Gerðu allt þetta með undirskinnin, og ef þú vilt aðeins dýpra sound í trommuna þá hefurðu undirskinnið aðeins lausara en það efra, ef þú villt skærari tón, þá stillirðu undirskinnið aðeins hærra en yfirskinnið. Og ef þú villt mikið resonance (overtone, söngl á eftir) þá stillirðu bæði skinnin eins.
Nr. 4 Nú geturðu byrjað að stilla. Nú er skinnið laust hjá þér (bara fingrahert) og þú skalt byrja að snúa hverri skrúfu með lykli hálfan hring í senn (og muna, alltaf krossa, stilla eina skrúfu, svo næstu hinum megin við hana, ekki næstu við hliðina á). Gerðu hálfan hring í senn þar til að skinnið er nokkuð hert og þú ert farinn að fá ásættanlegt hljóð í trommuna. Svo skaltu byrja að fínstilla, það er bara 1/4 - 1/8 úr hring á hverri skrúfu. Svo “tapparðu” á skinnið alveg við hverja skrúfu, og ef allir staðir sounda eins (þ.e. sama hljóð við hverja skrúfu) þá ertu í góðum málum.
Nr. 5 Mú er bara eftir að stilla allar trommur í samræmi, vanalega stilli ég hverja tom-tom 1/4 frá hverri annari. (Hugsaðu um Here Comes The Bride lagið) Ef þú ert með venjulegt 5-piece set þá verður floor-tom “here” og næsta tom-tom fyrir ofan verður “comes the bride”. Þannig geri ég það allavega, þú þarft ekki að gera þetta svona. Svo með bassatrommu. Ég vil djúpt “punchy” sound og hef batter skinnið meðalstrekt, og resonance (logo skinnið framan á) frekar mikið strekt og 5-6" gat.
Þá er bara snerillinn, sem er fjölbreyttasta tromman. Ég hef yfirleitt batter(hvíta) skinnið nokkuð mikið strekt og undir skinnið aðeins strektara, meðal strekta. Varðandi gormana þá er ég með þá meðal strekta.
Vona að þetta hafi komið að einhverju gagni.