John Scofield byrjaði t.d. eftir tvítugt að spila… fyrir þá sem þekkja hann ekki bendi ég á www.allmusic.com meðal annars… en hann er þrusugítarleikari. Það er aldrei of seint að byrja!
Byrja flestir ekki yngri? Hugsunin á bak við að vera of seinn var að til þess að verða til dæmis góður teiknari eða málari, þá þarf maður að byrja þegar maður er barn ef maður vill geta eitthvað þegar maður verður eldri. Í þeirri grein, þarf maður áratugi af lærdóm ef að maður vill til dæmis geta málað líkama sem að er algjörlega hlutfallslega réttur…
það er búið að teikna líkama sem er algjörlega hlutfallslega réttur,óþarfi að eyða áratugum í að gera það ekki eins vel og Michelangelo.Ef þér langar að spila Paganini á fiðlu,mundi ég frekar nota tímann í eitthvað annað,ef þú ætlar að spila á gítar,einhverja tónlist sem þú skapar sjálfur,skaltu ekki hika.Ef þú hefur talent,getur þú orðið frábær gítarleikari,þó þú sért 18.Ansi mörg dæmi styðja það.
það er akkúrat rétta viðhorfið,að læra sér þetta til skemmtunar,hvort maður gerist atvinnumaður í tónlist leiðir tíminn í ljós.Ég t.d.byrjaði að læra á hljóðfæri 16 ára og var orðinn atvinnumaður 4.árum síðar,Mér til skemmtunar + að fá greitt fyrir það:)
Amma mín byrjaði að spila á gítar þegar hún var 14 ára og hætti svo e-ð 4 árum síðar, hún er núna aftur að byrja að læra hjá mér og hún er 68 ára í dag, það er því aldrei of seint að læra (eða byrja aftur að læra).
Eina sem er of seint að gera er að sleppa því að byrja. ;)
Ég mæli með að þú byrjir, getur orðið vel partý fær á nokkrum vikum. :)
Skelltu þér í þetta drengur, byrjar bara á að æfa þig á gripunum og að ná skiptingum vel. Veldu bara eitthva lag sem þér líkar og æfðu þig á því þanngað til þú ert kominn með það nokkuð solid. Svo eftir svona mánuð ertu orðinn nokkuð partyfær eins og Gíslinn sagði..
Þú verður 19 ára á næsta ári.. sama hvort þú lærir á gítar eða ekki.. Ég byrjaði á gítar 20 ára gamall.. og hef búið í Englandi í ár núna að læra full time á gítar í tónlistaskóla… Það er lið þarna sem byrjaði 14 ára en hafði engan metnað.. Aldur skiptir engu máli. Agi, metnaður og vilji til að læra.
Það er betra að byrja yngri, heilinn þinn er mun móttækilegri fyrir svona námi þá, en það þýðir ekki að þú getir ekki byrjað að læra hvenær sem er. Fer svo bara eftir því hversu miklum tíma þú eyðir í þetta hversu langt þú nærð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..