Mér finnst þetta ekkert mikið miðað við marga gítara. Ég meina, gítarar skemmast, þú rekur þá utaní, þú rispar þá… Sama hvað það er, þeir eiga ekki eftir að haldast í fullkomnu ástandi, óþarfi að reyna að fela allar litlar svona “skemmdir”.
Varla hægt að kalla þetta skemmd í þeim skilningi þar sem gítarinn er ekkert skemmtur, sér bara aðeins á honum.
Eða það er allavega mín skoðun, ég græt ekki ef gítarinn minn rispast. Ég hef reyndar passað nógu vel uppá gítarana mína til að þeir rispist ekki mikið og hef aldrei rekið þá mikið í. En ég veit samt að ég myndi ekki verða brjálaður yfir svoleiðis löguðu (ég er ekki að segja að þú sért það, bara svona að benda á þetta) vissulega yrði maður smá sjokkeraðu og kannski fúll en svo yrði það bara búið :)