Hvernig hátalar þú ert með getur skipt miklu máli varðandi hversu mikið þú heyrir í bassanum.
Ekki spurning um hvort það gæti virkað eftir eyranu, Það gerir það..
En málið með það vs. Tab er bara það að ef þú pikkar lagið upp eftir tab ertu bara að læra lagið. gott og blessað, getur alveg spilað lagið jafn vel og ef þú hefðir farið hina leiðina. Hins vegar sýnir tab þér ekki jafn vel takt eins og að lesa nótur af laginu.
En hitt líka að pikka upp lag eftir eyra gerir það að verkum að þú ert líka að þjálfa tónheyrnina ekki bara að læra lagið, og það er það sem skiptir hvað mestu. Þegar ég var að byrja á bassanum var ekki einu sinni komið þetta tab dót þannig að allt sem ég lærði þurfti ég að pikka upp eftir eyranu. Gæti ekki verið ánægðari með það núna, því gerir mér kleyft að spila lög sem ég hef ekki spilað áður með félögunum án þess að gera mikið af mistökum því ég heyri á því sem þeir eru að spila í hvaða hljóm þeir fara næst.
mæli með því að þú pikkir upp allt eftir eyranu en notir tab til þess að klára dæmið ef það væri eitthvað lick eða einhver partur sem þú værir ekki alveg að ná.
kv